Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Ljóð vikunnar

Partus

Á þriðjudaginn, þegar ég áttaði mig á því að ég hefði verið skilinn eftir og iðaði í skinninu um að vera tekinn upp og klipptur í tvennt

eftir Jóhannes Ólafsson

Þetta er allt í lagi
rigningarvatnið er löngu búið
að seytla í gegn

Tvær jafn stórar ljóstírur
augu yfir höfði mér
ég ligg
horfi á fullmótaða engla
eða djöfla

Það sem eftir er af líkama mínum
olíubrákin
sem speglast í ljóstírunni
þegar allt lekur í bogadregnum línum
upp í opið gin
holræsisins.

Þetta er allt í lagi
útlimir mínir eru mýri
endurvarpa minnimáttarkenndinni
eins og fegurðardrottning
þegar hún horfir í hreinan spegil
síðasta dag sinn ólifaðan.

Núna er ég nokkrir líkamar
tvístraður eins og spegillinn,
í molum.

Ég er einn
það er hljótt
enginn söngur
ærandi
jörðin andar ekki og ég
finn engan hjartslátt.

Þetta er allt í lagi.