Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Sex spurningar með Þórdísi

Partus

 ©  Partus Press /Gulli Már

© Partus Press/Gulli Már

Út á milli rimlanna eftir Þórdísi Helgadóttur segir súrrealíska sögu af ungri móðir sem ferðast til Amsterdam en lendir þar í klóm dularfullra afla, H&M og rauða hverfisins í martraðarkenndri atburðarrás.

Sagan er sú 6. í ritröð Meðgöngumála – bókaflokki Partusar helguðum smásögum.

Ritstjórn settist niður með Þórdís í aðdraganda útgáfunnar næstkomandi laugardag.

 

PARTUS: Hvar finnst þér best að skrifa?

ÞÓRDÍS: Einhvers staðar þar sem kaffið er gott, birtan er falleg og internetið er bilað.

Ef neydd, í hvaða flokk eða 'genre' myndir þú setja skrifin þín?

Existential horror.

Hvaða þrjár bækur myndir þú taka með þér á eyðieyju?

„Söngva Satans“ og „Cloud Atlas“ til að lesa aftur og aftur. Og svo „Finnegan's Wake“ til að hafa ofan af mér það sem eftir væri.

Með hvaða þremur manneskjum, lífs eða liðnum, myndir þú vilja fara í sumarbústað yfir helgi?

Amy Poehler, P.J. Harvey og Salvador Dalí.

Hvaða höfundur hefur haft beinustu áhrif á þig?

Dostojevskíj, sem ég las upp til agna á unglingsárunum án þess að botna neitt í neinu.

Hver myndi leika Möggu í Út á milli rimlanna, ef sagan væri bíómynd?

Liv Ullmann.


Smásagan „Út á milli rimlanna“ er væntanleg í seríu Meðgöngumála 10. september.