Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Ljóð vikunnar

Partus

Leikfimi

eftir Steinunni Lilju Emilsdóttur

Það bergmálar í íþróttahúsinu. Hvell hljóðin skella á andlitinu eins og sveittur blakbolti. Bekkirnir upp við veggina eru tómir. Háglansandi völlurinn speglar neonljósin úr loftinu. Ég skil ekki marglituðu línurnar á gólfinu.

Við hlaupum hring eftir hring í þvögu. Ég finn hvernig ég dregst smám saman aftur úr þangað til fremsti maður tekur framúr mér. Ég hægi á mér og sameinast stærstu þvögunni. Ég skulda einn hring.

Inni á klósetti er lítill vaskur. Ég hef séð fólk hlaupa sveitt að þessum vaski og svolgra vatnið þangað til taumar myndast framan á bolnum þeirra. Ég skrúfa frá krananum og bý til eins tauma með fingrunum.

Undir flísalagða stiganum er lítið þríhyrningslaga skot sem hægt er að fela sig í. Ég fer inn í skotið og stoppa þegar ennið nemur við hallandi vegginn. Ég er jafnstór og í fyrra. Ég er líklega fullvaxin.