Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Bréf frá ritstjóra – Halldóra K. til Bergs Ebba

Partus

Fimmtudaginn 06. október 2016 gaf Bergur Ebbi út ljóðabókina Vertu heima á þriðjudag, í seríu Meðgönguljóða. Eins og aðrir höfundar sem gefa út í ritröðinni vann Bergur með ritstjóra við að undirbúa verkið til útgáfu – en ritstjóri Bergs, Halldóra K. Thoroddsen, flutti eftirfarandi ræðu við tilefni útgáfu bókarinnar í Mengi.

 Bergur Ebbi Benediktsson í útgáfuboði ljóðabókar sinnar „Vertu heima á þriðjudag“. Mynd: Þorsteinn Jónsson

Bergur Ebbi Benediktsson í útgáfuboði ljóðabókar sinnar „Vertu heima á þriðjudag“. Mynd: Þorsteinn Jónsson

Halldóra K. Thoroddsen skrifar:

Það voru Meðgönguljóð sem komu á þessu deiti okkar Bergs Ebba. Kannski vildu þau brúa kynslóðahyldýpið sem skilur okkur að. Alla vega hlýtur Bergi að hafa brugðið þegar risaeðlan fattaði til dæmis ekki tilvísun í chat, eða yfir höfuð tilvísanir í nýjungar sem hafa borist okkur með vorskipunum eftir síðustu aldamót.

En þetta var gaman. Ég hef fylgst með hugmyndum yddast og get ekki þakkað mér neinn þátt í því ferli nema þátt hins nauðsynlega móttakara. Bergur Ebbi er sögumaður. Hann setur sig ýmist í spor eða lýsir utan frá. Undir sögunum dunar rafmagnað andrúmsloft, ótti, ofbeldi og helsi en líka samkennd og hugljómun. Hann segir sögur af undiröldunni.

Sprengjuvargurinn í skólanum og fleiri ofbeldismenn sem við heyrum af í fréttum fá rödd … og rúm fyrir ótta sinn og þrár. Brugðið er upp mynd af kórónu sköpunarverksins, manninum … á fjallstoppi umkringdum froðu, alsælum og blinduðum. Tíðarandi er fangaður meðal annars í lýsingu á áttavilltum krökkum í stórborg. Fulltrúar ímyndunaraflsins eru hér á ferð eins og í öðrum þjóðsögum, uppvakningar eða zombíar. Og strákur verður fyrir uppljómun á leið úr sundi, nær sambandi við alheiminn,  steinsteypan opnar sig og allt er eitt …

Þegar hægist um og allt er hljótt hlýtur það bara að merkja eitt … að stríðið sé skollið á.

,,Við eigum bara þennan endalausa dag” segir skáldið. En undir þeim degi slær miskunarlaus taktur lífsins sem Bergur Ebbi fangar af næmri telepatíu.

 Halldóra K. Thoroddsen flutti erindi í útgáfuboði ljóðabókarinnar „Vertu heima á þriðjudag“. Mynd: Þorsteinn Jónsson

Halldóra K. Thoroddsen flutti erindi í útgáfuboði ljóðabókarinnar „Vertu heima á þriðjudag“. Mynd: Þorsteinn Jónsson