Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Kristín Svava þýðir Virgilio

Partus

 Kristín Svava Tómasdóttir

Kristín Svava Tómasdóttir

 Virgilio Piñera

Virgilio Piñera

Eyja

Ég er gagntekinn af hamingju

en engan æsing;

þótt ég sé í þann mund að endurfæðast

hrópa ég ekki um það á torgum

né lít ég svo á að ég sé útvalinn.

Nei, ég datt bara í lukkupottinn

og ég þigg því það er ekki á mínu valdi

að afþakka, auk þess sem það væri ókurteisi

sem sannur heiðursmaður gerði sig aldrei sekan um.

Þannig er það að á morgun,

klukkan sex mínútur yfir sjö síðdegis,

mun ég breytast í eyju,

eyju svona eins og eyjur eru yfirleitt;

nú skiptir landfræðileg nákvæmni ekki máli,

aðeins það að ég breytist í eyju svona eins og eyjur eru allar...

Nei, það er engin furða...

Mér hefur verið tilkynnt að þá

verði fótleggir mínir jörð og haf,

að smám saman, andante eins og í verki eftir Chopin,

byrji tré að spretta fram á handleggjum mínum

og rósir í augunum og sandur í brjóstinu

og orðin deyi í munninum

svo vindurinn geti gnauðað að vild.

Síðan breiði ég úr mér svona eins og eyjur gera

og mæni í átt að sjóndeildarhringnum,

ég sé líka sólina rísa og tunglið

og þannig, laus við allan kvíða

segi ég ofurlágt:

Það var þá satt?