Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Ljóðlistin aðlagast nýjum tímum

Partus

Ingibjörg Rúnarsdóttir skrifar:

Það er svo gaman að kynnast nýju ljóðskáldi sem maður kann að meta, það er eins og að eignast nýjan vin sem alltaf er hægt að leita til. Hálf heimsbyggðin hefur að öllum líkindum hlustað á nýjustu plötu Beyoncé, Lemonade. Í myndbandsverkinu sem var gefið út samhliða plötunni er mikið lagt í listræna heild verksins og þar spila sjónrænir og hljóðrænir þættir saman. Ljóðlínurnar sem Beyoncé flytur á milli laga grípa áheyrandann fljótt og það er dásamlegt að heyra þekktasta popptónlistarmann veraldar upphefja ljóðlistina á þennan hátt.

 Warsan Shire

Warsan Shire

Ljóðin sem lesin eru í Lemonade eru ort af ljóðskáldinu Warsan Shire. Hún er fædd í Keníu og uppalin í London en foreldrar hennar eru Sómalskir. Þeir sem þekkja ágætlega til í bókmenntaheiminum kannast líklega við Shire en hún hefur notið mikilla vinsælda og var hún til að mynda fyrsta skáldið til að fá útnefninguna „London’s Young Poet Laureate“ árið 2014.

Warsan hefur gefið út ljóðabókina Teaching My Mother How to Give Birth (2011) en hún er þó af nýrri kynslóð ljóðskálda sem birtir mikið af kveðskap í gegnum samfélagsmiðla og notast mikið við Twitter og Tumblr. Þótt það sé rómantísk hugsun að setjast niður með fallega innbundna ljóðabók er það líka fagnaðarefni að ljóðlistina sé að finna á fleiri stöðum og að aðdáendur hennar taki þátt í að leyfa henni að þróast og aðlagast nýjum tímum.

Ljóð Shire eru aðgengileg, það er auðvelt að ná inntaki ljóða hennar og það útskýrir að einhverju leyti vinsældir hennar. Ljóðin eru ekki verri fyrir það enda bjóða þau upp á að vera lesin aftur og aftur. Shire er rödd hins jaðarsetta, bæði vegna þess að hún er svartur innflytjandi og vegna þess að hún er kona. Ljóð hennar fjalla um viðkvæm umfjöllunarefni eins og kúgun kvenna og raunir flóttamanna. Við skulum líta á stutt brot úr hinu átakanlega ljóði Home:

 

No one leaves home unless
home is the mouth of a shark
you only run for the border
when you see the whole city running as well

your neighbors running faster than you
breath bloody in their throats
the boy you went to school with
who kissed you dizzy behind the old tin factory
is holding a gun bigger than his body
you only leave home
when home won’t let you stay

„Engin yfirgefur heimili sitt nema vegna þess að heimili hans er hákarlskjaftur“. Lesanda er ljóst frá upphafi um hvað ljóðið fjallar. Shire færir því næst lesandann nær með því að nota 2. persónu: „þú flýrð aðeins að landamærunum þegar þú sérð alla borgina flýja líka“ og með því getur lesandinn sett sig í spor þess sem fjallað er um. Með setningunni „Strákurinn sem þú gekkst með í skóla / sem kyssti þig þar til þig svimaði bakvið gömlu tinverksmiðjuna“ geta konur hvaðanæva úr heiminum tengt við enda sumt sem er eins í öllum löndum og það veit Shire vel. Hún teiknar upp mynd sem ekki aðeins flóttamenn geta tengt við til þess að tala til allra lesanda, enda hefur hún náð til margra.

Hér má sjá hana lesa upp áhrífaríkt og sterkt ljóð, Girls, sem var ort sérstaklega fyrir herferð sem The Guardian stóð fyrir gegn umskurði á kynfærum kvenna.