Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Ljóð vikunnar

Partus

Svaðilför með tvö mölt

eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur

 

sykraðir hringstigar
kafbátar í pappírum
og bréf sem ég skil eftir í ópalrauðum póstkassa
silkihnerr frá manni sem meinar það ekki

þú þokuþæfða þorp sem þykist vera borg
með dökka mjöll á malbiki
ég anda að mér úðaregni í roki

reikul geng um götur þínar
gegnumvot í skóna

í strætó
í mjódd
í skeifu
í mjódd
á hlemm
ljósastaur og hótel og ljósastaur og hótel og hótel og hótel og hótel
rúða sem skrúfast niður
og háværir hringitónar límdir saman í lag


Svaðilför með tvö mölt birtist fyrst í kvæðasafninu Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík (Partus 2013).