Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Ljóð vikunnar

Partus

Tuttugu línur um borgina

eftir Braga Ólafsson

 

Heil borg
fellur ekki af himnum ofan
og fær um leið nafn eins og Höfðaborg eða Grosní.
Borg er byggð. Og byggð
er borg. Og inn í borgina
liggur gata úr óbyggðunum.
En gatan sem liggur inn í hringtorgið
er ekki í laginu eins og spurningarmerki
að ástæðulausu.
                              En hver er spurningin?
Hvað er það sem fellur ofan af himnum,
annað en snjórinn og froskarnir?
                                                       Rigningin.
En sé það rigning,
verður að vera borg til að taka á móti henni.
Og þess vegna er Reykjavík. Borgin með gleraugun
– með glerið fyrir augunum –
sem liðast í sundur undir sólinni
en kemur til sjálfs sín aftur
þegar rignir.


Tuttugu línur um borgina birtist fyrst í kvæðasafninu Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík (Partus 2013).