Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Fyrsta skáldsaga Partusar

Partus

Í lok október fagnar Partus útgáfu sinnar fyrstu skáldsögu – Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur.

 ©  Partus Press /Magnús Andersen

© Partus Press/Magnús Andersen

Að heiman er fyrsta skáldsaga Arngunnar sem starfar sem fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Arngunnur hefur áður gefið út eina ljóðabók – Unglingar (2012) – í seríu Meðgönguljóða. Sú bók hlaut eintómt lof gagnrýnenda á sínum tíma og taldi m.a. bókmenntagagnrýnandi Víðsjáar textana vera  „á pari við það besta sem ég hef séð í íslenskum skáldskap sem flokka má undir örsögur eða prósaljóð.“

Að heiman er einstök kynslóðarsaga frá Íslandi ferðmennsku og eftirhruns. Yfirvegaður, meitlaður og ísmeygilega ljóðrænn stíll Arngunnar gerir þessa skáldsögu að einni eftirtektarverðustu frumraun íslenskra bókmennta á þessari öld.

Útgáfu bókarinnar verður fagnað á laugardaginn 29. október í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg 18 kl. 16:00.

Um bókarhönnunina sá Ragnar Helgi Ólafsson. Ljósmynd af höfundi á kápu tók Magnús Andersen. Fyrir verkið hlaut Arngunnur Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2015.