Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Sex spurningar með Júlíu

Partus

 ©  Partus Press /Gulli Már

© Partus Press/Gulli Már

Grandagallerí eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur segir sögu af ungskáldinu Ólafíu sem er ráðin til að lesa upp á opnun en þarf þar að horfast í augu við fortíðina í formi æskuástar sinnar, myndlistarkonunnar Bóel.

Sagan er sú 5. í ritröð Meðgöngumála – bókaflokki Partusar helguðum smásögum.

Í aðdraganda útgáfunnar næstkomandi laugardag settist ritstjórn niður með Júlíu Margréti og spurði hana þær spurningar sem virkilega skipta máli.

PARTUS: Hvar finnst þér best að skrifa?

JÚLÍA MARGRÉT: Mér hefur reynst best að skrifa á Blómasetrinu í Borgarnesi. Það er ótrúlegt gistiheimili, blómabúð og kaffihús með útsýni yfir Hafnarfjallið og hafið. Þar er líka kjánalegur hundur með hringað skott, bragðsterkt kaffi og rafmagnsfoss svo þar ómar allt af rafknúnum lækjarnið.

Ef neydd, í hvaða flokk eða 'genre' myndir þú setja skrifin þín?

Ég er ekki alveg viss hvað mínar sögur eiga sameiginlegt, kannski að þær eru persónulegar, ástleitnar og lýsa aðstæðum frá sjónarhorni sem við gefum sjaldan gaum en þekkjum. Ég myndi kalla sögurnar mínar heimspekilegar fylleríssögur. Draumkenndar lýsingar á hversdagslegum bender.

Hvaða þrjár bækur myndir þú taka með þér á eyðieyju?

Ég myndi taka auða bók til að krota í, Bróður minn ljónshjarta og svo líklega Tímaþjófinn eftir Steinunni Sig. Þegar ég yrði smeyk við drekann Kötlu eða angistina í Tímaþjófinum myndi ég teikna bangsamyndir.

Með hvaða þremur manneskjum, lífs eða liðnum, myndir þú vilja fara í sumarbústað yfir helgi?

Ég er frekar prívat manneskja. Mér finnst best, sérstaklega í aðstæðum þar sem ég get ekki beilað eða komist burt, að vera bara með mínum nánustu. Fullt af ókunnugu fólki er áhugavert, ég heillast af allskonar liði, er skotin í öllum og lít upp til margra, það má alltaf dobbla mig í partý eða kaffibolla en það verður að vera escape plan ef við þekkjumst illa. Mitt nánasta lið er bestu vinkonur mínar, systur mínar, mamma og pabbi og kisurnar Jón Stúart og Dúlsínea. Milli þess skara gæti ég ekki valið, myndi bara tékka hver væri laus og fylla skottið af ódýrum bjór.

Hvaða höfundur hefur haft beinustu áhrif á þig?

Ég hef stundum þegar ég hef tekið mínar dramatískustu skyndidýfur (dívur) velt því fyrir mér hver ætti að taka við tölvunni minni og öllum gögnum, smásögum og ljóðum sem hún hefur að geyma og finna textunum mínum farveg. Ég hef svo líka velt því fyrir mér hver ætti að hnýta síðustu hnútana í Sirkús, skáldsögunni sem ég er að klára, ef ég myndi hrökkva upp af og ekki geta klárað verkið.

Ég er til dæmis mjög flughrædd, og ég var á ferðalagi í sumar með fyrrverandi kærastanum mínum um Evrópu. Á leið í eitt flugið sagði ég við hann á nóttina fyrir flugið: ég verð áður en ég stíg um borð í flugvélinni að biðja Kristínu Ómarsdóttur að klára bókina. Ég treysti engum betur til að geta eignað sér og skilið klikkaða hugsunarháttinn í bókinni betur heldur en henni, og held að útkoman gæti orðið alveg frábær með hennar liðssinni.

Hver myndi leika Ólafíu í Grandagallerí, ef sagan væri bíómynd?

Salóme R. Gunnarsdóttir leikkona og ein besta vinkona mín væri eina manneskjan í verkið. Hún er frábær leikkona og hún kann að vera dramatísk, og líka svolítið klaufsk, listræn, fyndin og tilfinninganæm eins og Ólafía mín.


Smásagan „Grandagallerí“ er væntanleg í seríu Meðgöngumála 10. september.