Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Ljóð vikunnar

Partus

Steinn

eftir Tryggva Stein Sturluson


þú snýrð baki
í himininn

á meðan ég renni fingri
yfir áletrun

og reynitrén teygja
skuggana og fölar greinar
í átt til okkar

ríghalda með rótum
í fólkið
í moldinni

heil ævi táknuð með
einu bandstriki

það er mikið lagt
á eitt greinarmerki


Steinn birtist í fyrstu ljóðabók Tryggva, Vatnsstígur, sem er væntanleg í seríu Meðgönguljóða sumarið 2017.