Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Ljóð vikunnar

Partus

Lúr í vagninum

eftir Anton Helga Jónsson

 

Það jafnast ekkert á við lúr í vagninum.

Ég grenja þegar mamma dúðar mig niður
en sofna um leið og hún vaggar af stað.

Mamma trillar oft vagninum inn í strætó.
Önnur mamma trillar þeim vagni um borgina.
Enn önnur mamma trillar jörðinni kringum sólina.
Mamma allra mamma trillar sólkerfi út eftir vetrarbraut.

Allt þetta gerist meðan ég fæ mér lúr í vagninum.

Á meðan ég fæ mér lúr gerist líka allt hér heima.
Fjallajeppi spólar á gangstétt.
Hundamaður setur kúk í poka.

Ég veit alveg hvert við erum að fara.
Ég hef komið áður.

Bráðum verð ég þriggja mánaða
bráðum verð ég eins árs og tólf ára
bráðum fer að styttast í tvítugt og þrítugt.

Allt í einu hrekk ég upp og næsta stopp er áttrætt.

Ég þekki þessi augu sem horfa á mig. Mamma.


Ljóðið Lúr í vagninum birtist fyrst í kvæðasafninu Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík (Partus 2013).