Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Ásta Fanney hlýtur Ljóðstaf Jóns úr vör

Partus

Ásta Fanney Sigurðardóttir hefur hlotið Ljóðstaf Jóns úr Vör í ár fyrir ljóð sitt „Silkileið nr. 17“  á 100 ára fæðing­araf­mæli Jóns. Sögur segja að verðlaunaljóð Ástu hafi verið samið á og skilað inn á kvittun.

 
 

Silki­leið nr. 17

þú breytt­ir mér óvart í vet­ur
og hélst ég væri planta (og sól og ský)
sem vökvaði sjálfa sig með snjó
og geymd­ir mig í brjóst­vasa í krukku með mold
og úr lauf­un­um láku silki­leiðir í gegn­um saum­ana
að tölu sem ég þræddi eitt sinn með hári
ég ferðast þaðan á hraða úlf­alda
því ann­ars verður sál­in eft­ir segja ar­ab­ar
í eyðimörk skyrtu þinn­ar
(sem minn­ir á hand­klæði)
er ég týnd í sveit milli sanda
of ná­lægt
til að geta aðskilið
jörð og skinn
svo ég skauta bara hér
þar til vor­ar

Dóm­nefnd­in – sem skipuð var af Antoni Helga Jónssyni (formanni), Ásdísi Óladóttur og Bjarna Bjarnasyni – hafði þetta að segja um ljóð Ástu sem var valið úr hátt í þrjú hundruð ljóðum sem bárust í keppnina:

„Umbreyt­ing­ar ein­kenna verðlaunaljóðið; það kall­ar fram í hug­an­um mynd­ir af nánd og ná­lægð en um leið af fjarska og fjar­lægð. Ljóðið virðist fjalla um sam­skipti tveggja ein­stak­linga en um leið teng­ir það sam­an gamla og nýja tíma og ólíka menn­ing­ar­heima. Það er ró og æðru­leysi í rödd þeirr­ar sem tal­ar í ljóðinu og samt er engu lík­ara en úr orðunum verði til kvik­mynd með hröðum klipp­ing­um. Það er farið hratt milli sviða frá snjó og vetri og þröngu sjón­ar­horni á plöntu í krukku og þaðan yfir í stærri heim með vís­un­um til teng­inga við Aust­ur­lönd fjær og eyðimerk­ur í Mið-Aust­ur­lönd­um uns snúið er aft­ur til ein­angraðrar sveit­ar og vet­urs á Íslandi. Verðlaunaljóðið er gott dæmi um sköp­un­ar­mátt­inn sem býr í mál­inu og skáld­skapn­um og sýn­ir vel hvað eitt lítið ljóð get­ur rúmað stór­an heim og opnað marg­ar leiðir til túlk­un­ar.“
  Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Í viðtali nokkrum dögum fyrir verðlaunaafhendinguna ræddi Ásta Fanney við DV um listsköpun sína, ljóðlist og gjörninga, og sagði meðal annars:

„Í hvert skipti sem maður notar orð er maður að spinna eins og kónguló, spinna vef í loftinu, spinna alls konar fína hluti úr orðunum. En orð er líka eins og steinn sem hent er ofan í vatn og myndar gárur. Orð hafa byltandi áhrif á allt, á líf fólks. Þau fara í gegnum mann og hafa áhrif, í gegnum skinnið, kjötið, gegnum beinin, verða að hugsunum og móta það hvernig maður sér heiminn. Orð eru svo miklir töfrar! En töfrarnir felast ekki einungis í því sem þú segir, heldur líka í því hvernig þú segir það, í hvaða samhengi, hvar, við hvern og svo framvegis. Þess vegna er ‚performansinn,’ gjörningurinn, svo mikilvægur hluti af ljóðinu.“

Ásta Fanney hefur áður gefið út eina ljóðabók, Herra Hjúkket, í ljóðaseríu Partusar. Hér er hægt að sjá myndband af Ástu lesa ljóð úr þeirri bók.