Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Slitförin tilnefnd til Fjöruverðlaunanna

Partus

Fjoruverdlaunin-2017-tilnefndar.jpg

Ljóðabókin Slitförin eftir Fríðu Ísberg var í kvöld tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, í Menningarhúsinu Grófinni í miðbæ Reykjavíkur.

Slitförin er ein af þremur bókum tilnefndum til verðlaunanna í flokki fagurbókmennta í ár, en einnig er tilnefnt í flokki barna- og ung­linga­bók­mennt­a, og fræðibók­a og rit al­menns eðlis. Verðlaun­in verða af­hent í Höfða 15. janú­ar 2018.

Rökstuðningur dómnefndar við tilnefninguna er eftirfarandi:

Slitförin er afar vönduð ljóðabók þar sem í tæplega fjörutíu ljóðum eru dregnar upp fjölmargar litlar myndir af augnablikum úr tilverunni, mannlegum samskiptum, brestum og tilfinningalegu ástandi. Skáldið segir þó um leið mun stærri sögu af samböndum og arfleifð kynslóðanna, vítahringjunum sem verða til upp úr erfiðu fjölskyldumynstri og hinni vandrötuðu leið sem unglingsstúlka þarf að feta til að öðlast sjálfstæða vitund ungrar konu. Eftirtektarvert er hve örugg tök höfundurinn hefur á fjölbreyttu myndmáli og hvernig hún nær með nálgun sinni að forðast tilgerð og koma hverri hugsun til skila á beinskeyttan hátt. Þrískipting bókarinnar og kaflaheitin Skurður, Slitförin og Saumar endurspegla þroskaferli ljóðmælandans og verkið er gjöful lesning í heild sinni en þó stendur hvert ljóð einnig sem sjálfstætt listaverk. Slitförin er vel uppbyggð og áhrifarík bók sem ber hæfileikum ljóðskáldsins gott vitni.

Hægt er að lesa nokkur ljóð úr bókinni hér og hér.