Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Jónas Reynir hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

Partus

 Jónas Reynir Gunnarsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar frá Reykjavíkurborg í ár en Dagur B. Eggertsson afhenti verðlaunin við athöfn í Höfða í dag.  Mynd: Vísir/Anton Brink

Jónas Reynir Gunnarsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar frá Reykjavíkurborg í ár en Dagur B. Eggertsson afhenti verðlaunin við athöfn í Höfða í dag. Mynd: Vísir/Anton Brink

Jónas Reynir Gunnarsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár fyrir ljóðabók sína, Stór olíuskip, sem er gefin út af Partusi.

Dagur B. Eggertsson, borgarstóri, afhenti verðlaunin við athöfn í Höfða í dag og var bókin gefin út jafnóðum. Alls bárust 51 handrit til dómnefndar en fram hefur komið að handritið að fyrstu ljóðabók Jónasar, Leiðarvísi um þorp, var í öðru sæti hjá dómnefnd verðlaunanna í fyrra.

Hægt er að lesa nokkur ljóð úr bókinni hér.

Úlfhildur Dagsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Illugi Gunnarsson skipuðu dómnefnina í ár. Í umsögn þeirra segir:

Stór olíuskip er sterkt og fallegt verk. Ljóðin eru stílhrein og myndmálið ferskt og grípandi. Heildarmyndin er fimlega smíðuð og kallar á endurlestur; stóru olíuskipin sigla inn og út um vitund lesandans og skilja eftir sig fínlegt kjölfar tilfinninga sem spanna allt frá depurð og eftirsjá til hógværs fagnaðar.