Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Millilending tilnefnd til Menningarverðlauna DV

Partus

Menningarverðlaun-DV-2017-tilnefningar.jpg

Skáldsagan Millilending eftir Jónas Reyni Gunnarsson hefur verið tilnefnd til Menningarverðlauna DV í flokki bókmennta.

Millilending er ein af fimm bókum tilnefndum til verðlaunanna í flokki bókmennta í ár, en veitt verða verðlaun í alls sjö flokkum: kvikmyndum, leiklist, tónlist, myndlist, bókmenntum, fræðum og stafrænni miðlun auk þess sem veitt eru sérstök heiðursverðlaun.

Rökstuðningur dómnefndar við tilnefningu Millilendingar er eftirfarandi:

Jónas Reynir Gunnarsson stimplaði sig inn með stæl 2017. Fyrir utan Leiðarvísi um þorp og verðlaunaljóðabókina Stór olíuskip, kom út frumraun Jónasar Reynis í skáldsagnagerð. Millilending er verulega vel gerð, byggð og stíluð. Fyndin og nöturleg næturlífslýsing úr Reykjavík samtímans en þó einkum næm og sannfærandi uppteikning á aðalpersónu með allt á leiðinni niður um sig. Sendiferð Maríu til Íslands áður en hún flytur til pabba síns eftir skipbrot í Brighton getur aldrei farið vel en Jónas heldur áhuga lesandans á lofti með skörpu innsæi, væntumþykju og húmor.