Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Óritskoðuð grísk og rómversk ljóð

Partus

 Kápuna hannaði Elín Edda.

Kápuna hannaði Elín Edda.

Þann 13. desember 2016 fagnar Partus útgáfu bókarinnar Mundu, líkami – safn þýðinga á grískum og latneskum ljóðum eftir margvíslega höfunda í íslenskri þýðingu Þorsteins Vilhjálmssonar.

Ljóðin í bókinni fjalla um ást, þrá, hatur og háttsemi og eru til skiptis kostulega framandi og óhugnanlega kunnugleg. Þau hafa flest verið ritskoðuð á einn eða annan hátt í gegnum tíðina fyrir samkynja ástir eða groddalegt myndmál. Þau hafa því fæst verið þýdd á íslensku áður.

Ljóðin eru eftir grísku skáldin Saffó, Þeognis, Straton og Kavafís og latnesku skáldin Catullus, Ovisius og Martialis. Þessir höfundar dreifast yfir tuttugu og sex aldir (frá 6. öld f. Kr. til 20. aldar e. Kr.) og eftir öllu Miðjarðarhafinu, en engu að síður er ein óslitin hefð lýrískrar ljóðlistar sem sameinar verk þeirra.  Þorsteinn Vilhjálmsson   Mynd © Partus Press/Gulli Már

Þorsteinn Vilhjálmsson

Mynd © Partus Press/Gulli Már