Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Blogg

Piñera í íslenskri þýðingu

Partus

 Kápuna hannaði Elín Edda.

Kápuna hannaði Elín Edda.

Þann 13. desember 2016 fagnar Partus útgáfu ljóðsins Þunga eyjunnar eftir kúbanska skáldið Virgilio Piñera – í íslenskri þýðingu Kristínar Svövu Tómasdóttur.

  Virgilio Piñera   Mynd ©‎ Ida Karr

Virgilio Piñera

Mynd ©‎ Ida Karr

La isla en peso er ljóð um hitabeltiseyjuna Kúbu, um kúbanska sögu, menningu og sjálfsmynd. Piñera lýsir kæfandi innilokun eyjarsamfélagsins og sögulegu óréttlæti liðinna alda með miskunnarlausu en safaríku myndmáli sem reitti suma samlanda hans til reiði þegar ljóðið kom fyrst út árið 1943.

  Kristín Svava Tómasdóttir   Mynd © Partus Press/Markús Efraím

Kristín Svava Tómasdóttir

Mynd © Partus Press/Markús Efraím

Piñera er í dag álitinn eitt af höfuðskáldum Kúbu á 20. öld þótt frægðarsól hans hafi fyrst verið að rísa á síðustu áratugum, meðal annars vegna þess að hann var fordæmdur af kúbönsku kommúnistastjórninni síðustu árin sem hann lifði og bækur hans fengust ekki gefnar út í heimalandinu.

Þungi eyjunnar er fyrsta verk Piñera sem út kemur í íslenskri þýðingu. Þýðing verksins er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.