Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

PSD 0044.png

Ódauðleg brjóst

 
20.00
Uppseld
 
 

Um bókina


 

Ódauðleg brjóst er fyrsta ljóðabók Ásdísar Ingólfsdóttur og sú 28. í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist.

Ódauðleg brjóst Ásdís Ingólfsdóttir
Í kaldri birtunni
ristir hnífur kvið
frá nafla að lífbeini
klýfur vefi
hárnákvæmt

Um er að ræða ljóðabók þar sem heilt líf liggur undir, frá átákanlegri reynslu ungrar stúlku til þroskaðra tilfinninga og hugsana fullorðinsáranna.

 
 

Um höfundinn


 Mynd:  ©  Partus   / Gulli Már

Mynd: © Partus / Gulli Már

Ásdís Ingólfsdóttir er fædd árið 1958.

Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, og grunnprófi í jarðfræði og meistaraprófi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún var blaðamaður á Morgunblaðinu og hefur gefið út prjónablað og námsbækur í náttúru- og efnafræði ásamt öðrum. Ásdís hefur birt ljóðaþýðingar í bókmenntatímaritinu Stínu og Tímariti Máls og menningar. Ljóð og smásögur Ásdísar hafa birst í enskum þýðingum í bókmenntatímaritinu Punctuate. A Nonfiction Magazine og í veftímaritum. Árið 2015 fékk hún styrk frá Menningar- og minningarsjóði kvenna til að skrifa verkið Af konum. Ásdís stundar nú nám í ritlist við Háskóla Íslands.

Fyrsta ljóðabók Ásdísar, Ódauðleg brjóst, er væntanleg í seríu Meðgönguljóða í febrúar 2018. Henni var ritstýrt af Þórarni Eldjárn.

 

 


Aðrar bækur í flokknum