Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Krossfiskar

Krossfiskar er skáldsaga eftir Jónas Reyni Gunnarsson.

 
35.00
Quantity:
setja í körfu
 
 
 

Um bókina


 

Daníel býr einn í íbúð sem móðir hans á. Hann er hættur í háskólanum og hefur hvorki efni á mat né eldsneyti. Dag einn fær hann tvö símtöl, eitt frá fyrrverandi skólafélaga og annað frá lögreglunni, sem hrinda af stað dularfullri atburðarás. Krossfiskar er spennuþrungin skáldsaga um átök sálarinnar – um mörk góðs og ills, vonar og vonleysis.

 
 
Krossfiskar-Partus-Jonas_Reynir_Gunnarsson.jpg
 
 
Enn horfði ég á vatnið. Mér fannst ekkert eðlilegra en að vera þar sem ég var, einmitt núna. Ég sá að ævi mín var bara undanfari þessa augnabliks.
 
 

Um höfundinn


Mynd  ©  Saga Sig

Mynd © Saga Sig

Jónas Reynir Gunnarsson

er fæddur árið 1987 og alinn upp í Fellabæ. Hann hlaut mikið lof fyrir sína fyrstu skáldsögu, Millilendingu (Partus 2017), sem var valin ein af bestu íslensku skáldverkum ársins að mati gagnrýnenda Kiljunnar og Víðsjár og einnig tilnefnd til Menningarverðlauna DV. Fyrsta ljóðabók Jónasar, Leiðarvísir um þorp, kom út í flokki Meðgönguljóða sama ár, en fyrir aðra ljóðabók sína, Stór olíuskip (Partus 2017), hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Krossfiskar er önnur skáldsaga hans.

 

Önnur verk