Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

(Þjóðar)sálin hans Jóns míns

Bækur

(Þjóðar)sálin hans Jóns míns

STOREFRONT - Þjóðarsálin copy.jpg
STOREFRONT - Þjóðarsálin copy.jpg
sold out

(Þjóðar)sálin hans Jóns míns

23.00
 • Fræ nr: 1
 • Höfundur: Birkir Blær
 • Form: Kilja
 • Síðufjöldi: 64
 • Ritstjórn: Kristján Guðjónsson, Marteinn Sindri Jónsson, Valgerður Þóroddsdóttir
 • Bókarhönnun: Luke Allan
 • Umbrot: Valgerður Þóroddsdóttir
 • Útgáfudagur: 2. september 2017
 • ISBN: 978-9935-4851-6-8
Uppseld
 

UM BÓKINA


 

(Þjóðar)sálin hans Jóns míns eftir Birki Blæ Ingólfsson fjallar um hugarheim og sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar, sem höfundur telur tákngerast í þjóðsagna-persónunni konunni hans Jóns míns „sem gekk upp til himnaríkis með sál eiginmannsins í skjóðu til þess að svindla honum sálugum inn í Paradís.“

 
aflandsfélag er bara annað heiti á sérmeðferð sem varð að þjóðarsporti eftir að konan hans Jóns míns setti Íslandsmetið með því að skjóta sér undan almennum reglum Drottins
 

Bókin er sú fyrsta í nýjum bókaflokki Partusar sem nefnist Fræ. 

Fræ er ritgerðaröð um samfélagið og samtímann; vettvangur til að miðla ólíkum sjónarhornum á heiminn. Fræin eru tilraunir til að greina, skilja eða skýra veruleikann – eða kannski þvert á móti gagnrýna hann og vekja upp óvæntar spurningar.

 
Nú eru Íslendingar örþjóð sem lifir á nöktum kletti í köldu myrkri rétt norðan við hvergi og bjó lengi við svo ótrúlegt volæði og hörmungar að það ber eiginlega vott um framtaksleysi að fólk hafi ekki drepist. Það blasir auðvitað við hvers vegna slík þjóð skapaði sögu um kerlingarskass sem valtar yfir Drottin. Þetta er það sem fólk hafði þörf fyrir að heyra, að það skipti einhverju máli þrátt fyrir smæðina og volæðið.
 
 
 

UM HÖFUNDINN


 Mynd: © Partus / Gulli Már

Mynd: © Partus / Gulli Már

 

BIRKIR BLÆR INGÓLFSSON

er fæddur árið 1989. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og námi í lögfræði frá Háskóla Íslands.

Birkir starfar sem handritshöfundur og sem fréttamaður á RÚV. Hann spilar á saxófón og stendur fyrir Mánudjazzkvöldum í miðbæ Reykjavíkur. Áður hefur hann gefið út hjá Partusi rafljóðabókina Vísur (2014) og smásöguna El Dorado (2015).

 

TENGDAR FRÉTTIR