Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Bækur

Hefnd grasflatarinnar

THIS ONE copy.jpg
THIS ONE copy.jpg

Hefnd grasflatarinnar

29.00
  • Höfundur: Richard Brautigan

  • Þýðandi: Þórður Sævar Jónsson

  • Form: Kilja

  • Síðufjöldi: 208

  • Ritstjóri: Erla E. Völudóttir & Valgerður Þóroddsdóttir

  • Bókarhönnun: Luke Allan / Studio Lamont

  • ISBN: 978-9935-4852-6-7

Quantity:
Setja í körfu
 

UM BÓKINA


Hefnd grasflatarinnar Brautigan.png
Þessi bók átti sinn þátt í að breyta hugmyndum manna um hvað smásaga væri – eða gæti verið.
— Gyrðir Elíasson

Hefnd grasflatarinnar er smásagnasafn eftir bandaríska höfundinn Richard Brautigan í íslenskri þýðingu Þórðar Sævars Jónssonar.

Í 62 örsögum bregður höfundur upp hverfulum svipmyndum af furðulegum raunveruleika. Textinn er í senn ljóðrænn, arstæðukenndur, frumlegur, harmrænn og ómótstæðilega fyndinn. Óhætt er að segja að fá skáld standi Brautigan snúning hvað myndvísi og myndlíkingar varðar en hann sá póesíu og fegurð á stöðum sem fæstir veita nokkra eftirtekt.

 

UM HÖFUNDINN


 

RICHARD BRAUTIGAN

fæddist árið 1935 í Washington-fylki í Bandaríkjunum.

Hann gaf út sínar fyrstu ljóðabækur upp úr tvítugu og eftir hann liggja tíu skáldsögur, jafnmargar ljóðabækur og tvö smásagnasöfn. Segja má að Brautigan hafi skotist upp á stjörnuhimininn með skáldsögunni Silungsveiði í Ameríku sem kom út árið 1967, þegar blómabyltingin stóð sem hæst. Hefnd grasflatarinnar kom út stuttu síðar, árið 1971, og er talið eitt merkasta smásagnasafn sem komið hefur út á enskri tungu. Brautigan stytti sér aldur á heimili sínu í Kaliforníu haustið 1984, fjörtíu og níu ára að aldri.

 

UM ÞÝÐANDANN


Þórður Sævar Jónsson er fæddur árið 1989 á Akureyri.

Þórður Sævar hefur birt ljóð í Stínu og Tímariti Máls og menningar og gaf út sína fyrstu ljóðabók, Blágil, í flokki Meðgönguljóða árið 2015. Þýðing Þórðar úr grísku á bókinni Sönn saga – lygasaga eftir Lúkíanos frá Samósata kom út hjá Tunglinu árið 2016.

Þórður Sævar hefur verið einn af yfirritstjórum seríu Meðgönguljóða frá árinu 2016.

ÞÓRÐUR Sævar Jónsson