Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Bækur

Það sem áður var skógur

Partuspress_4.jpg
Partuspress_4.jpg
sold out

Það sem áður var skógur

16.00
  • Meðgönguljóð nr: 12
  • Höfundur: Valgerður Þóroddsdóttir
  • Form: Handsaumuð kilja
  • Blaðsíðufjöldi: 24
  • Ritstjórn: Sjón
  • Umbrot: Haukur Pálsson
  • Mynd á kápu: Edda Mac
  • Bókarhönnun: Valgerður Þóroddsdóttir & Haukur Pálsson
  • Útgáfudagur: 30. október 2015
  • ISBN: 978-9935-9249-3-3
Uppseld
 

UM BÓKINA


 

Það sem áður var skógur er fyrsta ljóðabók Valgerðar Þóroddsdóttur og sú 12. í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist. Bókin var handsaumuð og gefin út í 200 tölusettum eintökum. Henni var ritstýrt af Sjón.

 
 

UM HÖFUNDINN


 

VALGERÐUR ÞÓRODDSDÓTTIR

er útgefandi Partusar og hefur umsjón með allri starfsemi forlagsins. Eftir Valgerði hafa birst ýmiss konar textar í safnritum, dagblöðum, tímaritum og útvarpi, erlendis og hérlendis – þ.a.m. Tímariti Máls og menningar, Stínu, Poetry Wales, The White Review, Magma, Dazed o.fl. Árið 2014 var hún tilnefnd til New Voices verðlaunanna á vegum PEN, alþjóðasamtaka rithöfunda.

Þungir forsetar (2012), samstarf hennar og Kára Tulinius, er upphafsverk seríu Meðgönguljóða.

 

UMSAGNIR


 
Hárfín nákvæmni í lýsingum á tilvist tveggja líkama,
séð gegnum gler skyggt með tilfinningum.
— Kári Tulinius
Má lesa þau sem tímamótaljóð – hér er söknuður, en einnig eftirvænting, óendanleg eftirvænting sem vex, eins og segir í einu ljóðanna, auk þess sem hér eru ástarljóð og ljóð um skáldskapinn. Í raun þetta allt í bland, enda kannski fátt jafn tengt og skylt og skáldskapur, eftirvænting, söknuður og ást.
— Jórunn Sigurðardóttir, Orð um bækur
Hið endanlega [stígur] dans við endurnýjunina og skilur eftir sig samruna [...] beggja í huga lesandans; hið ljúfa og hið ókennilega, lífið og dauðann.
— Jóhannes Ólafsson / Sirkústjaldið
Þessi bók er þrungin kyrrð. Valgerður leggur heiminn undir ljóð í nýjustu bók sinni, og við lesturinn getur maður ekki annað gert en að leggjast líka.
— Ásta Fanney Sigurðardóttir