Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Bækur

Vertu heima á þriðjudag

Vertu heima - storefront.jpg
Vertu heima - storefront.jpg
sold out

Vertu heima á þriðjudag

20.00
 • Meðgönguljóð nr: 18
 • Höfundur: Bergur Ebbi Benediktsson
 • Form: Handsaumuð kilja
 • Síðufjöldi: 28
 • Ritstjórn: Halldóra K. Thoroddsen
 • Umbrot: Haukur Pálsson
 • Mynd á kápu: Hannah Bagshaw
 • Bókarhönnun: Valgerður Þóroddsdóttir & Haukur Pálsson
 • Útgáfudagur: 06. október 2016
 • ISBN: 978-9935-485-03-8
Uppseld
 

UM BÓKINA


 

Vertu heima á þriðjudag er önnur ljóðabók Bergs Ebba Benediktssonar og sú 18. í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist. Bókin var handsaumuð og gefin út í 200 tölusettum eintökum. Henni var ritstýrt af Halldóru K. Thoroddsen.

Það er árla morgun

Þú átt aðeins þennan eina dag
endalausa dag

Í ljóðum Bergs kynnumst við fólki og skepnum á ferð um borgina, í ljóðum sem eru næmt viðbragð við áreiti nútímans.

 
 

UM HÖFUNDINN


 Mynd: ©  Partus / Gulli Már

Mynd: © Partus / Gulli Már

BERGUR EBBI

(f. 1981) lauk námi í lögfræði frá Háskóla Íslands og réttindum til starfa sem héraðsdómslögmaður frá Lögmannafélagi Íslands auk meistaragráðu í stefnumótun og framtíðargreiningu frá Ontario College of Arts and Design. Bergur hefur starfað við skrif og framleiðslu fyrir útvarp, sjónvarp og leikhús og auk þess sinnt blaðamennsku og ritstjórnarstörfum frá árinu 2006. Hann var handhafi nýræktarstyrks Bókmenntasjóðs árið 2010 og var valinn textahöfundur ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2008. Áður hefur hann gefið út ljóðabókina Tími hnyttninnar er liðinn (Mál og menning 2010) og skrifað leikritin Klæði (2010) og Hlauptu, týnstu (2015). 

Önnur ljóðabók Bergs Ebba, Vertu heima á þriðjudag, kom út í seríu Meðgönguljóða árið 2016. Henni var ritstýrt af Halldóru K. Thoroddsen.

 

UMSAGNIR


 
Það er eitthvað í þessum ljóðum öllum, það er eitthvað stórt að fara að gerast.
— Gísli Marteinn Baldursson / Vikan
 
 

TENGDAR FRÉTTIR