Contact Us

Use the form on the right to contact us.

You can edit the text in this area, and change where the contact form on the right submits to, by entering edit mode using the modes on the bottom right. 


Reykjavík

Partus Press is an independent publisher based in Reykjavík, Iceland and Manchester, UK – we are committed to the discovery of contemporary Icelandic and international literature.

Slitförin

 

Þeir sem skrá sig með þessum hætti geta átt von á greiðsluseðli í heimabanka upp á 3.000 krónur og fá í kjölfarið bókina senda í pósti.

Nafn *
Nafn
Fyrir póstsendingu. Vinsamlegast skráið einnig bæjarfélag og póstfang.
 
 
 
Slitförin Fríða Ísberg Partus.jpg
Slitförin er safn ljóða sem fjalla á ágengan hátt um togstreituna við að brjótast undan áhrifavöldum bernskunnar og finna leiðina að eigin sjálfi. Leiðarstef verksins er sársaukinn sem sprettur úr nístandi sorg milli barns og foreldris. Ljóðin taka pláss, sýna afstöðu og grípa lesendur föstum tökum.
— úr umsögn bókmenntaráðgjafa Miðstöðvar Íslenskra bókmennta við afhendingu nýræktarstyrks 2017
 
 

Slitförin er fyrsta ljóðabók Fríðu Ísberg. Bókin hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana í flokki ljóða árið 2017 og var einnig tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2018. Þá var bókin valin fallegasta bókarkápan árið 2017 af álitsgjöfum Fréttablaðsins.

 
 

Um höfundinn


 Mynd:  ©  Partus   / Saga Sig

Mynd: © Partus / Saga Sig

FRÍÐA ÍSBERG

er fædd 1992 í Vestmannaeyjum. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, og grunnnámi í heimspeki og meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands. Fríða hefur birt ljóð í bókinni Ég er ekki að rétta upp hönd og í Tímariti Máls og Menningar. Hún skrifar bókagagnrýni fyrir Times Literary Supplement og var einn af ritstjórum smásagnaseríu Partusar. Árið 2017 hlaut Fríða þriðju verðlaun í keppninni um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Sama ár hlaut hún nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir sína fyrstu ljóðabók, Slitförin.